Skip to main content
Leitað í Fons Juris - myndbönd

Nokkur atriði sem hjálpa þér við að leita í Fons Juris

E
Written by Einar B. Sigurbergsson
Updated over 3 years ago

Hér má finna þrjú myndbönd sem skýra virkni kerfisins.

Forsíða

Hér er forsíðan á leitarvélinni. Strax er hægt að leita með að slá inn leitarorð í þar til gerðan reit. Hægt er að leita eftir lagatilvísunum, atriðisorðum eða með beinni textaleit. Leitað er að leitarorðinu í öllu gagnasafninu. Efst uppi má sjá stiku þar sem á stendur Heimildir, Lagasafn, Tímarit og Orðasöfn. Með því að smella á stikuna er hægt að fara í beint í þessi gagnasöfn og leita eingöngu í þeim. Hægra megin á myndinni að ofan má sjá lagasafnið. Hægt er að finna tiltekin lög og sjá hversu margar heimildir eru í gagnasafninu um hverja og eina lagagrein.

Sjá nánar hér að neðan.

Hér má sjá leitarniðurstöður fyrir leitarorðið riftun. Efst uppi má sjá niðurstöðu úr ensk-íslenskri lögfræðiorðabók. Þar fyrir neðan má sjá niðurstöður úr atriðisorðasafni en þar er að finna allar tilvísanir í leitarorðið í íslenskum lögfræðiritum. Neðst má sjá niðurstöðu frá Héraðsdómi Vesturlands. Með því að smella á sjá fleiri niðurstöður úr þessum heimildum er hægt að sjá einstakar leitarniðurstöður úr lögfræðiorðabókinni, atriðisorðasafninu og hugtakasafninu.

Leitarskilyrði - hvernig er best að leita

Eftir að leitað hefur verið í gagnasafninu þá birtist þessi stika á hægri hönd síðunnar.

Heimildir: Hér er hægt að skilgreina heimildina sem leita skal í. Heimild getur t.d. verið Hæstiréttur Íslands eða Kærunefnd húsamála. Hægt er að leita eftir fleiri en einni heimild.

Lagatilvísanir: Hér er hægt að skilgreina lagatilvísunina sem leitað er eftir. Lagatilvísun getur t.d. verið 134. gr. laga um gjaldþrotaskipti eða 4. gr. stjórnarskrárinnar. Um leið og byrjað er að skrifa inn lagatilvísun fyllist glugginn út með mögulegum niðurstöðum byggðum á því sem ritað er inn í dálkinn. Hægt er að leita eftir fleiri en einni lagatilvísun í einu.

Atriðisorð: Hér er hægt að skilgreina atriðisorð sem leitað er eftir. Hægt er að leita eftir öllum atriðisorðum sem birst hafa hjá dómstólum. Atriðisorð getur t.d. verið Riftunarmál þrotabúa eða fjársvik. Hægt er að leita eftir fleiri en einu atriðisorði í einu.

Málflytjendur: Hér er hægt að leita eftir hvaða málflytjanda sem er.

Leitarskilyrði - tímabil, raða í tímaröð og þrengja leit

Tímabil: Hér er hægt að uppfæra leit til að miða við tiltekið tímabil.

Raða í tímaröð: Með því að smella á takkann þá er hægt að raða niðurstöðum í tímaröð.

Þrengja leit: Með því að smella á takkann þrengja leit skilar kerfið þeim niðurstöðum sem falla að öllum leitarskilyrðum. Sem dæmi ef búið væri að setja inn heimildina Hæstiréttur Íslands, atriðisorðið Riftunarmál þrotabúa, lagatilvísunina 134. gr. laga um gjaldþrotaskipti þá myndi kerfið eingöngu skila niðurstöðum sem falla að öllum þessum leitarskilyrðum. Alltaf þarf að ýta á þrengja leit ef leitað er eftir einhverjum leitarskilyrðum.

Þegar leitarskilyrðum er breytt þá þarf ávallt að ýta á takkann Uppfæra leit.

Leitað í lögum

Séu lög skoðuð í leitarvél Fons Juris má sjá um hvaða lagagreinar er fjallað í öðrum heimildum í kerfinu. Í myndinni að ofan má sjá að hægt er að finna 556 tilvísanir í Fons Juris til 2. gr. stjórnarskrárinnar og 7 tilvísanir til 3. gr. Með því að smella á græna hnappinn fer Fons Juris með þig beint í þessar heimildir.

Niðurstöður fyrir 2. gr. stjórnarskrárinnar

Hér má sjá fyrstu þrjár niðurstöðurnar fyrir 2. gr. stjórnarskrárinnar. Við sjáum að kerfið vísar starx bæði á dóma Hæstaréttar sem og álit umboðsmanns. Hægt er að fletta í gegnum allar niðurstöðurnar eða þrengja leitina frekar í leitarskilyrða stikunni.

Did this answer your question?