Leitarskilyrði

Hvernig notar maður leitarskilyrði (heimildir, lagativísanir, atriðisorð og málflytjendur) til að leita í Fons Juris

E
Written by Einar B. Sigurbergsson
Updated over a week ago

Eftir að leitað hefur verið í gagnasafninu þá birtist þessi stika á hægri hönd síðunnar.

Heimildir: Hér er hægt að skilgreina heimildina sem leita skal í. Heimild getur t.d. verið Hæstiréttur Íslands eða Kærunefnd húsamála. Hægt er að leita eftir fleiri en einni heimild.

Lagatilvísanir: Hér er hægt að skilgreina lagatilvísunina sem leitað er eftir. Lagatilvísun getur t.d. verið 134. gr. laga um gjaldþrotaskipti eða 4. gr. stjórnarskrárinnar. Um leið og byrjað er að skrifa inn lagatilvísun fyllist glugginn út með mögulegum niðurstöðum byggðum á því sem ritað er inn í dálkinn. Hægt er að leita eftir fleiri en einni lagatilvísun í einu.

Atriðisorð: Hér er hægt að skilgreina atriðisorð sem leitað er eftir. Hægt er að leita eftir öllum atriðisorðum sem birst hafa hjá dómstólum. Atriðisorð getur t.d. verið Riftunarmál þrotabúa eða fjársvik. Hægt er að leita eftir fleiri en einu atriðisorði í einu.

Málflytjendur: Hér er hægt að leita eftir hvaða málflytjanda sem er.

Leitarskilyrði - tímabil, raða í tímaröð og þrengja leit

Tímabil: Hér er hægt að uppfæra leit til að miða við tiltekið tímabil.

Raða í tímaröð: Með því að smella á takkann þá er hægt að raða niðurstöðum í tímaröð.

Þrengja leit: Með því að smella á takkann þrengja leit skilar kerfið þeim niðurstöðum sem falla að öllum leitarskilyrðum. Sem dæmi ef búið væri að setja inn heimildina Hæstiréttur Íslands, atriðisorðið Riftunarmál þrotabúa, lagatilvísunina 134. gr. laga um gjaldþrotaskipti þá myndi kerfið eingöngu skila niðurstöðum sem falla að öllum þessum leitarskilyrðum. Alltaf þarf að ýta á þrengja leit ef leitað er eftir einhverjum leitarskilyrðum.

Þegar leitarskilyrðum er breytt þá þarf ávallt að ýta á takkann Uppfæra leit.

Did this answer your question?