Leitað í lögum
Séu lög skoðuð í leitarvél Fons Juris má sjá um hvaða lagagreinar er fjallað í öðrum heimildum í kerfinu. Í myndinni að ofan má sjá að hægt er að finna 556 tilvísanir í Fons Juris til 2. gr. stjórnarskrárinnar og 7 tilvísanir til 3. gr. Með því að smella á græna hnappinn fer Fons Juris með þig beint í þessar heimildir.
Niðurstöður fyrir 2. gr. stjórnarskrárinnar úr leitarskilyrðastikunni.
Hér má sjá fyrstu þrjár niðurstöðurnar fyrir 2. gr. stjórnarskrárinnar. Við sjáum að kerfið vísar strax bæði á dóma Hæstaréttar sem og álit umboðsmanns. Hægt er að fletta í gegnum allar niðurstöðurnar eða þrengja leitina frekar í leitarskilyrðastikunni.