Skip to main content
All CollectionsAlmennar leiðbeiningar
Afrita og nota tilbúna æfingaáætlun
Afrita og nota tilbúna æfingaáætlun

Hægt er að afrita tilbúna æfingaáætlun og vinna með hana gerist þess þörf og senda á skjólstæðinga

A
Written by Andri Marteinsson
Updated over a week ago

Tilbúin æfingaáætlun afrituð

Á heimasvæðinu undir "Algengir flokkar" má finna æfingaáætlanir sem sérfræðingar hafa sett saman fyrir bæði ákveðna líkamshluta og tegund meiðsla. Mögulegt er að afrita þær og vinna svo með þær að vild en frumritið er varið og því er hver og einn ávallt að vinna með afritið af viðkomandi æfingaáætlun.


Þegar flokkur er valin birtast allar tilbúnar æfingaáætlanir sem tengjast því sem leitað er að. Með því að smella á aðra flokka sem þar birtast má sjá þær tilbúnu æfingaáætlanir sem þar eru vistaðar.


Þegar æfingaáætlun er valin á að velja „Afrita æfingaáætlun“ og þá afritast áætlunin á þitt heimasvæði og þú getur unnið með hana að vild en frumritið er örugglega geymt.


Þegar æfingaáætlunin er tilbúin og þú vilt að hún verði aðgengileg fyrir valin skjólstæðing hakar þú við nafn hans í lista yfir þína skjólstæðinga og smellir á “Birta” sem er rauður hnappur neðst til hægri á síðunni.


Að deila æfingaáætlun með þinni stofu

Allar æfingaáætlanir sem þú afritar vistast á þitt heimasvæði sem engin annar en þú hefur aðgang að. Ef þú vilt deila æfingaáætlun með þinni stofu opnar þú viðkomandi æfingaáætlun og velur þar "Stofa" hægra megin á síðunni.


Afrita æfingar úr safni

Þú getur leitað að æfingum með því að setja inn lykilorð tengjast sem þeim líkamshluta sem þú ert að vinna með. Best er að prófa sig áfram þar sem fallbeygingar orðanna skipta máli.

Þú getur svo skoðað æfingarnar betur með því að smella á æfingarnar sem birtast hægra megin en þá birtast myndir að myndböndum fyrir hverja æfingu sem hægt er að smella á til að skoða betur. Þegar þú hefur fundið þær æfingar sem þér líst vel hakar þú við þær og smellir á til að afrita þær inn í æfingadaginn.

Til að þrengja leitina smellir þú á trektina “Ítarleg leit” en þar er hægt að velja tegund æfingar, æfingabúnað, líkamshluta eða tegund meiðsla. Þegar smellt er inn í einn af reitunum birtist listi af mögulegum leitarorðum. Þegar þú hefur sett inn öll leitarskilyrði sem þörf er á þá smellir þú á “leita” til að skoða niðurstöðurnar. Ekki er nauðsynlegt að fylla inn í öll leitarskilyrðin. Á sama hátt og áður getur þú skoðað og valið æfingar til að vista inn í æfingadaginn.

Þegar þú hefur valið inn allar þær æfingar sem þú vilt leggja fyrir þann dag skaltu smella á dálkinn “Æfingabreyta”. Þar velur þú þann flokk sem hentar þeirri áherslu sem þú vilt ná fram í æfingunum og birtast þá breyturnar sjálfkrafa við allar æfingarnar þann dag. Hægt er að opna staka æfingu og stilla æfingabreyturnar á henni með því annað hvort að velja nýjan áherslu eða velja “Engin” í dálknum og fylla sjálf(ur) inn í þær æfingabreytur sem við á. Skjólstæðingar munu einungis sjá þær æfingabreytur sem eru útfylltar. Þær breytingar sem gerðar eru á æfingaáætlun vistast sjálfkrafa.

Afrita æfingadaga úr safni

Í boði er einnig að afrita æfingadaga sem áður hafa verið búnir til en þá er smellt á "Afrita æfingadaga úr safni"

Þar verður að velja þann flokk sem viðkomandi æfingadagar tilheyra og þá er hægt að velja á milli að leita í Æfingasafni, Mínum áætlunum og áætlunum sem vistaðar hafa verið undir stofu.

Af því búnu er hakað í valinn æfingadag og smellt á "Vista"

Bæta við öðrum æfingadegi

Búa til nýja æfingu í æfingaáætlun

Þegar valið hefur verið að búa til nýja æfingu á að gefa henni nafn og fylla inn hvaða æfingabreytur eigi að fylgja æfingunni. Einnig er boðið upp á að afrita mynd sem birtist sem thumbnail fyrir æfinguna.

Eftir að smellt hefur verið að "Bæta við efni" er vefslóð eða skrá afrituð inn í viðeigandi reit.

Mynd (thumbnail) búin til fyrir æfinguna

Hægt er að búa til thumbnail mynd með æfingunni með því að smella á kassann hægra megin á síðunni og afrita mynd þar inn á.

Áætlun geymd

Ef þú þarft að vinna betur í áætluninni bíður þú með að smella á “Birta” en áætlunin hefur þegar vistast sjálfkrafa á þitt heimasvæði og bíður þar eftir því að þú klárir hana þegar hentar. Með því að smella á “Heim” í stikunni vinstra megin á síðunni ferð þú á þitt heimasvæði.

Ef þú vilt ekki hafa viðkomandi æfingaáætlun á þínu heimasvæði heldur setja hana í geymslu fyrir síðari tíma getur þú valið “Færa í geymslu”.

Til að nálgast æfingaáætlunina seinna smellir þú á hlekkinn “Æfingaáætlanir” í stikunni vinstra megin á síðunni og smellir svo á “Áætlanir í geymslu” sem er hlekkur sem birtist efst á síðunni hægra megin.

Með því að smella á punktana þrjá sem eru á forsíðu æfingaáætlunarinnar getur þú valið að “Endurvirkja” áætlun sem vistast þá aftur á þitt heimasvæði. Einnig getur þú “skoðað” - “afritað” - eða “eytt” áætlun endanlega.

Did this answer your question?