Skip to main content
Heimasvæði

Þær aðgerðir sem hver og einn getur framkvæmt á sínu heimasvæði

A
Written by Andri Marteinsson
Updated over a week ago

Eftir innskráningu hefur þú þitt eigið heimasvæði og undir "Heim" birtast þær æfingaáætlanir og æfingar sem þú hefur unnið í og er raðað eftir tímaröð þar sem sú áætlun og æfing sem unnið var síðast í birtist fremst. Á forsíðunni eru algengir flokkar tilbúinna æfingaáætlana sem þú getur afritað á þitt heimasvæði og unnið með að vild.

Heim

Þar birtast síðustu æfingaáætlanir sem þú hefur búið til og þar getur þú búið til nýjar æfingaáætlanir.

Æfingaáætlanir

Þar birtast allar þær æfingaáætlanir sem þú ert búin(n) að búa til. Efst til hægri á síðunni getur þú skoðað þær æfingar sem stofan hefur deilt með öðrum, æfingar í safni og geymslu.

Æfingar

Þar birtast allir þær æfingar sem þú ert búin(n) að búa til. Efst til hægri á síðunni getur þú skoðað þær æfingar sem stofan hefur deilt með öðrum, æfingar í safni og þær æfingar sem þú hefur ákveðið að geyma.

Skjólstæðingar

Með því að smella á punktana þrjá fyrir aftan hvert nafn getur þú smellt á "Færa einstakling í geymslu" ef hann er ekki lengur í þjónustu og "Skoða" til að sjá hvaða æfingaáætlun þú hefur lagt fyrir þína skjólstæðinga.

Þegar smellt er á viðkomandi æfingadag má sjá hvernig skjólstæðingur hefur verið að sinna sínum æfingum of þau skilaboð sem hann hefur sent.

Ef leggja á æfingaáætlun fyrir einhvern annan er hægt að velja "Leggja fyrir æfingaáætlun" og haka við nafn viðkomandi og smella á "Vista"

Ef viðkomandi skjólstæðingur er ekki lengur í meðferð er smellt á “Færa skjólstæðing í geymslu” og ef hann kemur aftur í meðferð er auðvelt að virkja hann aftur með því að velja "Virkja skjólstæðing" sem er möguleiki sem birtist fyrir aftan nafn hans.

Did this answer your question?