All Collections
Uppsetning CCQ
Fyrstu skrefin í CCQ umhverfinu fyrir umsjónaraðila
Fyrstu skrefin í CCQ umhverfinu fyrir umsjónaraðila

Nota má sjálfgefin gildi fyrir stillingar og sniðskjöl

S
Written by SusieQ
Updated over a week ago

Þjónustuteymi CCQ er tilbúið að aðstoða og svara öllum þeim spurningum sem kunna að vakna við skráningu og upphafsstillingar á kerfinu. Þjónustuborð okkar er opið frá 9 til 17 (GMT) virka daga og hægt er að senda inn beiðnir, fyrirspurnir og ábendingar hér. Reynt er að svara öllum beiðnum innan sólarhrings.

Eftir kaup á CCQ eða skráningu í fría prufuáskrift fær kaupandi póst á uppgefið netfang með hlekk sem gefur notanda möguleika á að velja sér lykilorð í kerfið. Þar með er hægt að skrá sig inn á inngangssíðu CCQ og hefja vinnu. Skráningaraðili áskriftar hefur fullan stjórnandaaðgang að keyptum einingum og að stillingum kerfisins.

Við innskráningu kemur notandi inn á sitt CCQ mælaborð. Efst í hægra horni má sjá nafn notandans og fellilista þar undir. Beint undir nafni er Minn aðgangur þar sem sjá má upplýsingar um notandann, heimildir hans að einingum, tungumálastillingar og stillingar lesborðs sem hægt er að sníða að þörfum hvers varðandi birtingu gagna.

Á flipanum Upplýsingar um notanda má virkja tvíþátta auðkenningu (2FA) með því að haka í reitinn og fylgja leiðbeiningum sem þá birtast við hliðina.

Fyrir neðan minn aðgang eru svo stillingar fyrir Fyrirtækið sem er skráð fyrir áskriftinni og heimildir að CCQ einingum. Einnig er hægt að komast í fyrirtækjaskjalið undir Stillingar - Aðgangur - Fyrirtæki. Ef fyrirtæki vill nýta SSO innskráningu fyrir sína notendur er það virkjað hér, sjá nánar. Athugið að einungis CCQ kerfisstjórar hafa aðgang að fyrirtækjaspjaldi.

Í vinstra horni er flýtileið í allar þær einingar sem voru valdar í áskrift, og þar undir má sjá ýmsar stillingar og uppsetningarskjöl fyrir CCQ.

STILLINGAR

Til að auðvelda notendum fyrstu skrefin býður CCQ upp á að fylla út sjálfgefin gildi fyrir stillingar og stoðskjöl. Markmiðið er að gefa nýjum notendum kerfisins hugmynd um hvers konar gilda er að vænta þegar flokka skal skjöl. Að sjálfsögðu er hægt að breyta þeim gildum aftur hvenær sem er, eða sleppa því að lesa þau inn og slá inn handvirkt eftir eigin höfði. Vilji notandi fá þessi sjálfgefnu gildi inn er valin viðkomandi eining, t.d. Stillingar - Uppsetning eininga - Gæðahandbók, smellt á hnappinn Aðgerðir í hægra horninu og Setja sjálfgefin gildi (allt) og svo smellt á Vista uppsetningarskjal. Þetta má gera á sama hátt fyrir hinar einingarnar. Þessum gildum ætti síðan að breyta að vild til að mæta betur þörfum fyrirtækisins.

STILLINGAR - SNIÐSKJÖL (valkostur)

Staðlar - Lög og reglugerðir - Notendasniðmát - Sniðmát - Flæðiritasmiður - Notendahópar

Sniðskjöl eru ýmis forskráðar upplýsingar sem notaðar eru til flokkunar. Hér eru settir inn staðlar og lög og reglugerðir sem á að vísa í og CCQ býður upp á að lesa inn sjálfgefin gildi fyrir þetta undir Aðgerðir. Notendasniðmát eru valkostur til að búa til misjöfn lesborð sem henta ákveðnum hópum, hægt er að flokka notendur á notendasniðmát til að birta þeim viðeigandi gögn og fría þá við því að setja upp sín eigin lesborð. Hægt er að breyta aftur lesborði notanda með því að velja viðkomandi notanda úr lista og síðan Aðgerðir - Bæta sniðmáti við notanda og velja sniðmát úr lista. Stjórnendur geta búið til notendahópa sem eru ýmist pósthópar eða aðgangshópar (eða bæði) og nýtt þá við útsendingar og aðgangsstýringar að skjölum.

Did this answer your question?