Skip to main content
All CollectionsSSO - Leiðbeiningar
Svið og deild með SSO innskráningu
Svið og deild með SSO innskráningu

Hvernig á að fá upplýsingar um svið frá AD inn í CCQ

S
Written by SusieQ
Updated this week

Ný virkni frá 05. febrúar 2025

Svið er ekki sjálfgefið svæði í AD og í CCQ er deild háð sviði. Þess vegna hefur CCQ ekki tekið við sviði eða deild hingað til sem svæði sem uppfærð eru með notandainnskráningu í CCQ, af þeirri ástæðu að viðskiptavinir nota ýmis mismunandi custom svæði í AD til að geyma þessar upplýsingar, eða nota yfirhöfuð ekki.

En nú geta viðskiptavinir tiltekið hvaða custom svæði er notað fyrir svið í þeirra AD og CCQ þannig tekið við upplýsingum um svið og deild fyrir notandann sem er að skrá sig inn. Við innskráninguna eru upplýsingar fyrir svið og deild uppfærðar fyrir notandann í CCQ, út frá AD.

Ef svið er ekki til í CCQ stofnast það í lista yfir svið og sama gildir um deildir.

Hvernig get ég stillt þetta fyrir mitt fyrirtæki svo að þessar upplýsingar flæði frá AD til CCQ?

Í Entra: CCQ Enterprise app - SAML-based Sign-on - Attributes & Claims

Fyrst þarf að bæta þessu svæði við í CCQ í Enterprise appið í Entra, undir Attributes and Claims, svo að þau gögn séu send með innskráningu notandans til CCQ. Hér er búið að bæta við custom svæði sem heitir "Division" í tenginguna til CCQ (undirliggjandi custom svæði í þessu dæmi er user.officelocation). Athugið að þetta svæði getur verið annað hjá ykkur þar sem svið er ekki sjálfgefið svæði í AD.

Deild er hins vegar sjálfgefið svæði í AD og er hér undir því heiti, Department. Það þarf líka að vera í listanum ef deild á að koma með innskráningu.

Í CCQ: Aðgangur - Fyrirtæki - Aðgangsflipi

Setja þarf custom svæðið sem þið notið í AD fyrir svið (hér í þessu dæmi er það Division) í fyrirtækjaskjal CCQ, á aðgangsflipa. Þar þarf að haka við “Nota svið og deild” og setja titil svæðisins sem notað er fyrir svið þar fyrir neðan.

Hér má sjá hvernig þetta hefur verið útfyllt í fyrirtækjaskjali CCQ fyrir þetta tiltekna dæmi:

Did this answer your question?