Skip to main content
All CollectionsSSO - LeiðbeiningarSkrefin í CCQ
Endurnýjun ADFS X509 skírteinis sem nýtt er við SSO innskráningu í CCQ
Endurnýjun ADFS X509 skírteinis sem nýtt er við SSO innskráningu í CCQ

Hvað þarf að gera í CCQ þegar ADFS skírteini endurnýjast

S
Written by SusieQ
Updated over a week ago

ADFS skírteini eða vottorð þarf að uppfæra reglulega hjá notendum þeirrar þjónustu. Þessi skírteini eru notuð hjá CCQ við SSO innskráningu viðskiptavina og ekki má gleyma að uppfæra þau í CCQ til samræmis þegar skiptin verða á ADFS þjónunum.

Sjálfgefið er í ADFS að þessi skírteini endurnýist sjálfkrafa, en þó er hægt að breyta því í handvirka uppfærslu. Nánar má sjá um finna út hvernig þessu er háttað hjá hverjum fyrir sig og upplýsingar um signing skírteini hér.

Þegar endurnýjun fer fram þarf að gera eftirfarandi vegna CCQ:

  1. Sækja ákveðið skjal sem kallast Federation metadata. Um er að ræða .xml-skrá sem inniheldur ýmsar upplýsingar, en það sem við höfum áhuga á er svokallað X509 vottorð sem þarf til að koma á tengingunni við CCQ.

    Sækja þarf skrána á þessa slóð:

    https://server/FederationMetadata/2007-06/FederationMetadata.xml

    Ath - hér þarf augljóslega að skipta "server" út fyrir slóðina á ADFS netþjón fyrirtækis. Federation metadata .xml-skránni er sjálfkrafa halað niður þegar slóðin er slegin inn í vafra.

  2. Opna skrána í vafra eða ritli

  3. Skírteinin eru nokkur í skránni, t.d. fyrir „encryption“, „signing“ osfrv. Leita þarf í skránni að <KeyDescriptor use=“signing>. Það sem þarf að afrita til notkunar í CCQ, er kóðarunan innan <X509Certificate> tagsins í .xml skránni. Við endurnýjun getur verið að finna fleiri en eitt signing skírteini í skránni. Hér að neðan má sjá dæmi af signing skírteini (hluta) í vafra. Hægt er að bera saman og finna út hvaða skírteini var að renna út með því að skoða skírteinið sem er fyrir í CCQ.

    4. Þá er að logga sig inn í CCQ, fara í Valmynd – Aðgangur – Fyrirtæki og velja flipann Aðgangur. Á þeirri síðu er að finna reitinn „Skírteini“ þar sem henda þarf gamla skírteininu úr reitnum, líma inn nýja skírteinið, vista og loka. Nýtt skírteini tekur strax gildi í CCQ við vistun.

    Skynsamlegt er að sá aðili sem sér um þessa endurnýjun hafi einnig aðgang að CCQ með notendanafni og lykilorði (og 2FA ef vill) ef skírteinið skyldi vera útrunnið þegar þar að kemur og þar með ekki hægt að skrá sig inn með SSO innskráningu. Neðst í þessu sama fyrirtækjaskjali í CCQ er reitur, „Undantekning fyrir innskráningu“, bætið viðkomandi þar inn til að hafa kost á innskráningu utan SSO þegar á þarf að halda.

    Mynd: Dæmi um fyrirtækjaskjal í CCQ með skírteini

Did this answer your question?