Það er algengt vandamál þegar texti og myndir eru límdar úr veflausnum eða öðrum kerfum inn í nýtt skjal þá fylgja ekki myndir. Vandinn er að þegar þú „afritar“ úr vefnum er oft aðeins textinn sjálfur tekinn, en myndirnar vísa aðeins í staðsetningu á vefnum (URL), ekki myndaskrána sjálfa.
Í CCQ er algengt að blanda saman myndum og texta, og einnig eru fellikaflar gjarnan notaðir til að skipuleggja skjal. Ef það á að afrita skjal með felliköflum, myndum og þ.h. í nýtt skjal þá mælum við með ákveðinni aðferð við afritun.
Skoðaðu myndskeiðið til að kynna þér þessa afritunaraðferð.