Skip to main content
Hvað er CCQ?

Almennt um CCQ

S
Written by SusieQ
Updated over 2 years ago

CCQ (e. Cloud Compliance & Quality) er notendavæn gæðastjórnunarlausn í skýinu sem fáanleg er í mánaðarlegri áskrift.

CCQ samanstendur af nokkrum einingum, sem eru: Gæðahandbók, Áhættustjórnun, Ábendingar, Úttektir, Tækja- og eignastjórnun, Hæfnistjórnun og Frávikagreining, auk sérstakrar Úttektaeiningar fyrir flugrekstur.

Kerfið tryggir skjalafestingu og hlítingu við kröfur eins og ISO, GDPR, jafnlaunakerfi og aðra staðla, lög og reglugerðir. CCQ er nútímaleg og notendavæn lausn sem hægt er að nota hvort sem er í tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma.

Hver er ávinningurinn af CCQ?

TILVÍSANIR Í GDPR OG ISO

Staðlar og reglugerðir eru innbyggðar í CCQ sem auðveldar gerð og skipulag ferla og handbóka sem veitir hlítingarstöðu fyrir stjórnendur og úttektaraðila.

NOTENDAVÆNT LESBORÐ

Helstu upplýsingar og verkefnalistar birtast á CCQ lesborðinu sem hægt er að aðlaga eftir hlutverkum og störfum.

BETRI YFIRSÝN OG TENGINGAR

Til að ná góðum tökum á stöðugum umbótum eru CCQ einingarnar tengdar saman og veita yfirsýn yfir frávik, breytingartillögur, ábendingar og áhættur.

UPPLÝSINGAFLÆÐI TIL STARFSMANNA

Staðfesting á lestri, vísbending um áhættu og verkefnalistar eru meðal annars innbyggð virkni í CCQ.

OPINBER BIRTING SKJALA

Krafa er að jafnlauna- eða persónuverndarstefna sé birt almenningi. CCQ er með innbyggða virkni fyrir útgáfustýringu og birtingu skjala á vef.

STJÓRNKERFI TIL FRAMTÍÐAR

CCQ byggir á yfir 20 ára reynslu í þróun hugbúnaðar til að skipuleggja stjórnkerfi fyrirtækja með vel þekktri aðferðafræði gæðastjórnunar.

Did this answer your question?