Í CCQ kerfinu er hægt að búa til sérstaka notendahópa, en í valmyndinni vinstra megin (Menu) er möguleiki að velja Template Documents og þar undir er valmöguleiki sem heitir User groups.
Þessar grúppur stýra ekki beint aðgangi að kerfi, heldur eru þetta innankerfishópar sem hægt er að nýta til að stýra aðgangi að einstökum skjölum. Notandi þarf eftir sem áður að vera með aðgang að CCQ kerfinu fyrst. Notendahópar eru gjarnan notaðir af CCQ stjórnendum sem pósthópar eða sem aðgangshópar í þrengri merkingu, t.d. er hægt er að takmarka aðgang að skjölum við þann hóp, senda póst á hann osfrv.
Þeir aðgangshópar sem þú býrð til þar birtast í kjölfarið í CCQ Groups felliglugganum, en þá hópa geturðu einnig mappað við grúppur í AD. Taka skal fram að nauðsynlegt er að haka við "Access group" til að hópurinn birtist í CCQ Groups listanum.
CCQ Groups, felligluggi:
Grúppurnar eru mappaðar saman á sama hátt og í Access to Applications sem lýst er hér að ofan. Samsvarandi grúppur eru búnar til í AD, og nöfn þeirra – eða öllu heldur "outgoing claim value" – eru skráð í Groups in AD listann: