Skip to main content
CCQ Notendahópar

Hvernig á að búa til notendahópa, pósthópa sem aðgangshópa

S
Written by SusieQ
Updated over 7 months ago

Í CCQ geta viðskiptavinir búið sér til sérstaka notendahópa. Þetta eru hópar sem hægt er að nýta sem pósthópa eða til að stýra aðgangi að einstökum skjölum. Notandi þarf eftir sem áður að vera með aðgang að CCQ kerfinu fyrst í gegnum innbyggða aðgangshópa kerfisins.

Notendahópar eru gjarnan notaðir af CCQ stjórnendum fyrir póstsendingar eða sem aðgangshópa í þrengri merkingu, t.d. er hægt er að takmarka aðgang að skjölum við ákveðinn hóp, senda póst á hann osfrv.

Hér er myndskeið sem sýnir hvernig búa á til slíka notendahópa. Hér er hópnum viðhaldið handvirkt, CCQ kerfisstjóri getur bætt við eða eytt út notendum.

Ef viðskiptavinur tengist CCQ með SSO er hægt að mappa hópana við hópa í Active Directory og viðhalda þeim þannig sjálfkrafa. Það er þá gert í fyrirtækjaskjali CCQ, á aðgangsflipa, undir fellilistanum "CCQ hópar".

Sjá annars yfirlit um SSO tengingar og möguleika þar hér.

Did this answer your question?