Access to Applications, felligluggi:
Í Access to Applications þarf að mappa saman aðgangsgrúppur ADFS og CCQ.
Eins og fram kom hér að ofan, þá er mikilvægt að outgoing claim value viðkomandi grúppu í ADFS sé það sama og það sem er skráð hér. Fjöldi inntaksreita fer auðvitað eftir því hversu mörgum einingum fyrirtækið er í áskrift að, en það þarf að búa til aðgangsgrúppur í AD fyrir hverja einingu. Hafa skal í huga að stundum þarf 2 grúppur fyrir hverja einingu.
1. eina grúppu fyrir notendur með lesaðgang,
2. eina grúppu fyrir þá sem eru með ritaðgang,
Og að lokum grúppur fyrir aðgang að CCQ einingunum yfirhöfuð (Can access CCQ), í henni þurfa allir að vera sem mega skrá sig inn, og svo stjórnendur (Admin).
Á myndinni hér að neðan er sýnt hvernig grúppurnar eru mappaðar saman, en maður einfaldlega skráir inn nöfnin á tilsvarandi grúppum í ADFS (þ.e. outgoing claim value). Nöfnin þurfa helst að vera lýsandi og eru notendur hvattir til að styðjast við tillögurnar sem hér er að finna á næstu mynd: