All Collections
Ýmsar aðgerðir í CCQ
Vöktun á staðfestingu lesturs
Vöktun á staðfestingu lesturs

Vakta staðfestingu lesturs með CCQ Vaktara

S
Written by SusieQ
Updated over a week ago

Með CCQ fylgir Vaktari þar sem m.a. er hægt að búa til reglu sem fylgist með hvort búið er að staðfesta lestur á útgefnum skjölum. Þú stillir hversu oft á að keyra vöktunina og kerfið sendir út tilkynningar í pósti til þeirra sem eiga eftir að staðfesta lestur.

Hvernig set ég upp vöktunarreglu fyrir staðfestingu lesturs?

Athugið - einungis CCQ kerfisstjóri getur sett upp vöktunarreglur.

Til að komast í Vaktara veldu Valmynd - Opna vaktara. Smelltu á Nýtt skjal.

Á almenna flipanum er vöktun gefið nafn og sett almenn lýsing ef vill, og vöktun virkjuð þegar allt er tilbúið og prufukeyrt (sjá neðst í skjali) með því að haka í Er virkt.

Á flipanum Skilyrði skal fylla út svæðin eins og sýnt er á myndinni hér að neðan, og velja Tíðni keyrslna eins og hentar ykkar fyrirtæki:

Á flipanum Póstur þarf að bæta við Tegund af pósthlut og Hlutverki - Vantar staðfestingu á lestri. Ef hakað er við Ætti að sameina pósta, fá notendur einn póst með hlekki í öll skjöl sem þau eiga eftir að staðfesta lestur á - annars kemur sérstakur póstur fyrir hvert ólesið skjal.

Hér þarf líka að fylla út Titil og innihald fyrir póstinn sem notendur fá við keyrslu vöktunar. Hér fyrir neðan fylgir dæmi um hvernig þetta gæti litið út.

Nú er bara að vista vöktunina. Ef hakað er við Er virkt á Almenna flipanum þá keyrir vöktunin samkvæmt þeirri tíðni sem valin var.

Athugið að hægt er að keyra prufukeyrslu á vöktun áður en hún er virkjuð, með því að staðsetja sig í vöktunarreglu og velja Aðgerðir - Prufukeyra. Sá sem keyrir vöktun fær póst með hlekk í öll skjöl sem falla undir skilyrðið. Ef prufupóstur kemur vel út má virkja regluna.

Did this answer your question?