All Collections
Gæðahandbók
Vinnubók
Staðlar í CCQ og tilvísanir í þá
Staðlar í CCQ og tilvísanir í þá

Staðlar í gæðahandbók CCQ

H
Written by Hildur Bjork Palsdottir
Updated over a week ago

Þegar við skrifum skjöl í gæðahandbókina okkar, stefnur, verklagsreglur, vinnulýsingar, leiðbeiningar eða annað erum við oft að gera það sem hluti af lýsingu á stjórnkerfinu. Oft eru skjölin að lýsa því hvernig við hlítum kröfum í hinum ýmsu stjórnunarstöðlum, eins og ISO9001, ISO14001, ÍST85 eða annað.

Til þess að fá góða yfirsýn yfir það hvernig við erum að hlíta kröfum í stöðlum getum við nýtt okkur "tilvísun í staðla" virknina í CCQ.

Þannig getum við fylgst með hvernig okkur gengur að hlíta kröfum staðlanna.

CCQ er í samvinnu við Staðalráð Íslands og hefur alla helstu ISO staðla innbyggða í CCQ, sem einfaldar vinnu við að vísa í staðla og að lesa kröfur staðlanna.

Til þess að geta nýtt sér og séð staðla þurfa notendur að vera með CCQ kerfisstjóra réttindi eða Gæðahandbókarstjóra réttindi.

Hérna er myndband um hvernig staðlar eru settir upp í CCQ.

Sjá einnig hér stutt myndskeið sem sýnir hvar og hvernig tilvísun í staðal er sótt og vistuð í gæðaskjal.

Did this answer your question?