Nú hefur verið bætt við þeim möguleika að notendur fái sérsniðin lesborð eftir notendasniðmáti. Þannig þarf ekki að stilla til lesborð hjá nýjum notanda. Stjórnandi býr til Notendasniðmát sem henta mismunandi hópum undir Valmynd – Sniðskjöl – Notendasniðmát og mappar svo AD hópa fyrir hvert nýtt sniðmát sem birtist þá undir CCQ Notendasniðmát fellilistanum í fyrirtækjaskjalinu, þ.e.a.s. setur inn rétt Claim rule heiti fyrir viðkomandi sniðmát (hóp).
Í stuttu máli - Búið er til CCQ notendasniðmát, stillt til og vistað. Síðan er farið í fyrirtækjaskjal á flipann Aðgangur, þar er að finna fellilista CCQ notendasniðmát, ef fyrirtækið hefur búið til slíkt. Þar er hægt að samstilla notendasniðmátið við hóp í AD (claim í ADFS). Notandi sem tilheyrir þessum hópi í AD fær þá sérsniðið notendasniðmát við innskráningu.
Dæmi um notendasniðmát sem hefur verið vistað og birtist þar með undir fellilistanum CCQ Notendasniðmát á aðgangsflipa fyrirtækjaskjals. Hér á eftir að setja inn Outgoing Claim value fyrir viðkomandi hóp í reitinn Hópar í AD.
Hér má sjá myndskeið um lesborð og notkun sniðmáta: