Skip to main content
All CollectionsÁbendingarUppsetning ábendinga
Birta hjálpartexta með með hverju eyðublaði
Birta hjálpartexta með með hverju eyðublaði

Hjálpaðu þínum notendum að velja rétt eyðublað með stuttri lýsingu

S
Written by SusieQ
Updated over a week ago

Á yfirlitssíðu skráningareyðublaða er oft að finna fjölda eyðublaða og til að aðstoða notendur við að finna rétt eyðublað er hægt að setja stutta skýringu við hvert eyðublað. Einnig er hægt að birta þann texta á eyðublaðinu sjálfu þegar það er opnað.

Ef búið er að fylla út slíkan texta fyrir eyðublað birtist lítið spurningarmerki hjá eyðublaðinu og við að færa músina yfir spurningarmerkið má lesa textann:

Hvernig set ég inn hjálpartexta fyrir mín eyðublöð?

Hjálpartexti með eyðublaði er settur í hverju eyðublaði fyrir sig. Veljið Valmynd - Sniðmát fyrir vefeyðublað og opnið viðeigandi eyðublað. Þar er að finna kaflann Lýsing og ef texti er settur í þann reit birtist spurningarmerkið á yfirlitssíðunni, eins og sést á myndinni hér að ofan.

Ef einnig er hakað í í Birta lýsingu á skráningareyðublaði birtist sami texti efst í eyðublaðinu þegar það er fyllt út:

Did this answer your question?