Tímabundið aðgengi að skjali með deilanlegum hlekk
Aðgangur að vinnubókarhluta gæðahandbókar er takmarkaður við skilgreinda ritnotendur. Stundum er þörf á aðkomu aðila sem alla jafna hefur ekki aðgang, t.d. til yfirlesturs eða ráðgjafar áður en skjal er gefið út. Þá er mögulegt að búa til hlekk í skjalið og deila til viðkomandi aðila. Aðgengið er tímabundið og gildir einungis fyrir viðkomandi skjal.
Deilanlegan hlekk er að finna undir hnappnum Aðgerðir í vinnubókarskjali:
Útbúa hlekk og ákvarða les- eða ritaðgang
Við val kemur upp gluggi þar sem ákveðið er hvort aðgangur er einungis til lestrar eða til breytinga og gefin lýsing, t.d. Hlekkur til yfirlestrar og skjal vistað.
Nú er hægt að afrita hlekkinn og deila með þeim sem þarf tímabundinn aðgang að þessu skjali.
Athugið að hver sá sem kemst yfir deilanlegan hlekk er þá kominn með aðgang að skjalinu í þann tíma sem hann gildir, eða í 7 daga frá gerð.
Undantekning
Athugið að ekki er hægt að búa til deilanlegan hlekk á vinnubókarskjöl þar sem búið er að takmarka aðgang, ef svo er birtast skilaboð þess efnis.
Ef aðgangsstýring er á skjali innan vinnubókar eins og sést á þessari mynd -
- þá birtast eftirfarandi skilaboð: