Hægt er bæta við hlekkjum (tilvísun) í önnur gæðaskjöl ofan á myndir, sem dæmi á flæðiritsmynd eins og Visio. Einnig er hægt að vísa í skjöl og vefsíður utan gæðahandbókar með vefhlekk á mynd. Þetta er gert í ritlinum þegar skjal er útbúið í vinnubók. Skjalið er svo gefið út, og þá er hægt að smella á svæði á myndinni til að opna það skjal eða síðu sem hlekkjað var í.
Sjá tákn fyrir myndhlekki í tækjastiku ritilsins. Ef þú sérð það ekki, smelltu þá á plúsmerkið, þá sjást fleiri tákn:
Hér má sjá myndskeið sem lýsir þessari virkni.