Oft þarf að koma skilaboðum á milli samstarfsaðila við vinnslu skjala. Skilaboðahnappinn er að finna í skjölum í gæðahandbók (vinnubók) og í ábendingum.
Þegar smellt er á skilaboð birtist gluggi þar sem þú velur viðtakendur úr lista. Ef um skilaboð í ábendingum er að ræða er einnig hægt að senda á aðila utan CCQ en þá fær viðkomandi ekki hlekk í skjalið. Þú tilgreinir efni skilaboðanna og bætir við athugasemdum eða fyrirmælum sem þú vilt koma til skila. Ef það eru til dæmis einhver tímamörk sem þarf að ná eða breytingar sem þarf að gera, þá er hægt að koma slíku á framfæri hér.
Viðtakendurnir fá tölvupóst sendan til sín með hlekk í skjalið og upplýsingar um samskiptin. Að auki eru þau skrásett í Vistunarsögu skjalsins – þ.e. hver sendi skilaboð og hvenær, hvert þau voru send og hvað skilaboðin innihéldu.
Hnapp fyrir vistunarsögu finnur þú við hlið skilaboðahnappsins - sjá mynd efst í skjali.
Viðhengi og vistun á innsendum pósti
Skilaboð í ábendingum gefa einnig kost á að senda viðhengi með, og býður upp á einfalda skráningu fyrir móttekinn póst ef vista þarf tölvupóstsamskipti með ábendingu.
Sjá notkun skilaboða í Ábendingum á mínútu 09:48