Skip to main content
Almenn virkni gæðahandbókar

Vinnuskjöl og útgefin skjöl - yfirlit

S
Written by SusieQ
Updated over 10 months ago

Vinnubók og útgefin skjöl

Gæðahandbókin samanstendur af tveimur kerfiseiningum, Skjöl (vinnubók) annars vegar og Útgefin skjöl hins vegar. Öll meðferð og vinnsla skjala, frágangur og ritstýring, fer fram í vinnubók Gæðahandbókarinnar. Staða skjala í kerfinu er gefin til kynna á fjóra mismunandi vegu, þ.e. Í vinnslu, Fullunnið, Útgefið og Hafnað. Þegar skjal hefur verið merkt sem Fullunnið, þá fer það í gegnum samþykktarferli þar sem það er yfirfarið, fínpússað og staðfest áður en það er að lokum gefið út sem gæðaskjal. Ef einhverja annmarka er að finna á skjalinu áður en það er gefið út, þá getur sérhver aðili sem er viðriðinn samþykktarferlið hafnað því og sent það aftur á vinnslustigið. Þegar skjal er svo gefið út kemur það fram í Útgefin skjöl.

Skjöl sem hafa endurskoðun

Þegar líður að endurskoðun á útgefnu skjali, þá sendir kerfið tölvupóst til áminningar á þá aðila sem valdir voru fyrir endurskoðun. Skjalið er þá yfirfarið í vinnubók, endurútgefið óbreytt ef ekki þarf að gera breytingar (með hækkuðu útgáfunúmeri, sem gefur til kynna að það hafi farið í gegnum endurskoðun) eða breyta stöðunni Í vinnslu, og gera þær breytingar sem þarf. Skjalið er þá merkt aftur sem Fullunnið og samþykktarferlið þannig sett í gang á ný, sem endar með útgáfu.

Hægt að fylgjast með útgefnum skjölum sem þarfnast endurskoðunar eða eru í endurskoðun í sjónarhorninu Eftir stöðu í vinnubókinni og á einnig lesborðinu undir Endurskoðanir ef hakað er við þann valkost.

Did this answer your question?