Á innskráningarsíðu CCQ geturðu slegið inn aðgangsupplýsingarnar þínar til að komast inn í kerfið. Til að komast á innskráningarsíðuna þarf að opna viðkomandi slóð https://quality.ccq.cloud/login í netvafra eins og Chrome, Edge og Firefox. Athugið að CCQ styður ekki Internet Explorer. Þegar þangað er komið notar þú skráð netfang þitt í CCQ og lykilorð.
Um tvær leiðir er að ræða þegar kemur að innskráningu notenda, innskráning með með notandanafni eða netfangi og lykilorði (2FA öryggisauki einnig í boði) og svo innskráning með s.k. einskráningu eða SSO. Ef fyrirtæki gengur frá SSO innskráningarleið þá þarf notandi ekki að slá inn notandanafn og lykilorð, sjá sérstakar leiðbeiningar um SSO innskráningu hér
Boðið er upp á að tengjast CCQ með SSO, annars vegar með ADFS og svo Azure AD.
Active directory auðkenning (SSO) - (gjarnan kölluð innskráningarleið B)
Netfang og lykilorð - (gjarnan kölluð innskráningarleið A)
Almennur innskráningargluggi þar sem hægt er að komast í báðar innskráningarleiðir: