Leiðbeiningar okkar eru ætlaðar kerfisstjórum með aðgang að AD/ADFS og CCQ og útlista hvernig koma skal á tengingu milli ADFS og CCQ. Sérstaklega verður skoðað hvernig á að búa til "relying party trust" og "claim reglur" í því tilliti. Að lokum verða stillingar í CCQ kerfinu sjálfu skoðaðar, farið yfir aðgangsstýringar og hvernig hópar í AD eru flokkaðir saman við aðgangshópa í CCQ. Athugið að nöfn á hópum og claim reglum mega nú vera með íslenskum stöfum ef þörf er á því.
Uppsetning ADFS þjónustu liggur utan umfangs þessara leiðbeininga, en hægt er að styðja sig við ágætis grein þess efnis sem má finna hér. Gert er ráð fyrir að uppsetningu á ADFS sé lokið og að búið sé að setja notendur í rétta aðgangshópa í AD.
Hér fyrir neðan má finna leiðbeiningar um nauðsynleg skref til að koma á SSO tengingu við CCQ og einnig hér sem skjal í heild sinni.
ADFS STILLINGAR
CCQ STILLINGAR