Gæðahandbókarstjóri

Gæðahandbókarstjóri hefur fullan aðgang í stillingar og uppsetningarskjöl einingarinnar.

S
Written by SusieQ
Updated over a week ago

Ekki þarf lengur CCQ Kerfisstjóraréttindi til að hafa fullan aðgang að uppsetningu og stillingum fyrir gæðahandbók. Komið er nýtt hlutverk, CCQ Gæðahandbókarstjóri sem gefur þessi réttindi en þau einskorðast við gæðahandbókareininguna.

Til að veita réttindin fer CCQ kerfisstjóri undir Stillingar - Aðgangur - Notendur og notandi valinn úr listanum. Undir flipanum Heimildir er hakað við Gæðahandbókarstjóri (e. Quality Manual Administrator) og skjalið vistað.

Ef fyrirtæki notar SSO fyrir innskráningu bendum við á nánari leiðbeiningar í hlekkjunum hér að neðan, en í stuttu máli þarf að velja hóp eða búa til nýjan í Active directory fyrir þetta hlutverk og ganga frá nauðsynlegri skráningu þeim megin í tengingu til CCQ. Og að lokum skrá nýja hópinn í í viðeigandi aðgangsreit (Gæðahandbókarstjóri) í fyrirtækjaskjali CCQ, undir Stillingar - Aðgangur - Fyrirtæki á flipanum Aðgangur

Sjá nánar um SSO tengingar og hvernig slíkur aðgangur er veittur að CCQ hér fyrir Azure og ADFS.

Did this answer your question?