Hér má sjá stutt myndskeið um þessa virkni, einnig má sjá rammana úr myndskeiðinu hér að neðan.
Í þessum leiðbeiningum lærir þú hvernig á að virkja ritvillupúka í skjali. Hvert skref er útskýrt til að auðvelda ferlið.
Skráðu þig inn í CCQ quality.ccq.cloud
1. Opnaðu "Vinnubók" til að byrja
2. Veldu "Sía"
Notaðu síuna til að leita að skjali
3. Leitaðu að skjalinu sem þú vilt vinna með
4. Smelltu á skjalið til að opna það
5. Veldu að "Taka skjal frá"
Hér þarf að taka skjal frá til þess að geta unnið með skjalið
6. Neðst í skjalinu er takki sem hægt er að ýta á til að virkja ritvillupúkann
7.Villupúkinn strikar undir þau orð sem eru ekki rétt stafsett
8. Hægt er að smella á undirstrikaða orðið og þá koma upp uppástungur að réttu orði
9. Þegar búið er að fara yfir textann þá þarf að muna að vista skjalið
Í þessum leiðbeiningum var farið í gegnum hvernig á að virkja ritvillupúka í skjali. Gangi þér vel.