Oft erum við að skrifa skjöl með svipuðu sniði. Þá getur verið gott að sækja sér "grunn" að skjali, eða þegar vistað sniðmát. Gæðahandbókarstjóri getur búið til ný sniðmát til notkunar.
Hér getur þú skoðað stutt myndskeið um þessa virkni, þar sem tilbúið sniðmát er sótt í skjal í vinnslu.
1. Velja "Gæðahandbók"
2. Velja "Vinnubók"
3. Velja skjal til að vinna með eða búa til nýtt
4. Velja "Taka skjal frá"
5. Velja "sniðmát" takkann
6. Velja sniðmát sem á við - í þessu dæmi "Sniðmát verklýsing"
7. Muna að "vista"