Skip to main content
All CollectionsGæðahandbókVinnubók
Réttindi útgefanda til að breyta lýsigögnum
Réttindi útgefanda til að breyta lýsigögnum

Útgefandi getur breytt lýsigögnum þótt samþykktarferli sé hafið

S
Written by SusieQ
Updated over 8 months ago

Þegar stöðu skjals er breytt úr vinnslu yfir í fullunnið skjal, hefst samþykktarferlið. Þá er almennt ekki hægt að breyta innihaldi skjala eða lýsigögnum, nema að setja skjalið aftur í vinnslu.

Útgefandi hefur þó réttindi til að bæta við eða lagfæra lýsigögn ef þörf krefur. Kannski hefur skjalið ekki verið rétt flokkað, það hefur gleymst að setja endurskoðunardagsetningu eða eitthvað slíkt. Þá er gott að geta lagfært það án þess að setja skjalið aftur í vinnslu.

Útgefandi getur þó ekki breytt innihaldi skjals, enda er samþykktarferli skjals í gangi.

Einungis útgefandi hefur þessi réttindi.

Hér má sjá myndskeið þar sem farið er yfir þessa virkni.

Did this answer your question?