Skip to main content
Lesborðið

Lesborðið er upphafssíða CCQ og hægt að laga að þörfum hvers og eins

S
Written by SusieQ
Updated over a week ago

Sjá myndskeið um uppsetningu lesborðs með dálkavali hér:

ALMENNT UM LESBORÐIÐ

Lesborðið er upphafssíða CCQ kerfisins. Þegar notandi skráir sig inn í kerfið er honum sjálfkrafa vísað beint á lesborðið, en þar getur hann tengst öllum þeim einingum sem fyrirtæki hans er með í áskrift. Á lesborðinu er að finna ýmiss konar töflur í samræmi við þau gögn sem viðkomandi notandi vill sjá. Töflurnar veita honum gagnlegar upplýsingar er varða fyrirtæki hans, ásamt aðgengi að ýmsum nytsamlegum skjölum.

Sérhver notandi í CCQ hefur margs konar valkosti til ráðstöfunar til að móta lesborðið sitt eftir eigin þörfum og kröfum. Hann hefur margvíslegar síur til að stilla sýnileika taflna á lesborðinu, og getur bætt við/fjarlægt töflur til að sjá gögn og upplýsingar sem eru honum mikilvægar. Einnig getur stjórnandi í CCQ ákvarðað hvað á að birtast á lesborðum einstakra notenda eða hópa.

Þessi aðlögunarhæfni kerfisins gerir notendum betur kleift að finna þau skjöl í Gæðahandbókinni sem skipta máli, eykur framleiðni og afkastagetu starfsmanna og auðveldar þeim að sinna starfi sínu.

Til að nefna aðeins fáeina eiginleika sem í boði eru á lesborði Gæðahandbókarinnar, þá er hægt að fylgjast með því hversu vel fyrirtækið hlítir ISO stöðlum, það er hægt að finna þau skjöl sem bíða samþykktar, þau sem búið er að hafna og þau sem eru tilbúin til útgáfu. Og skjöl sem bíða þinnar staðfestingar á lestri.

Til að komast í lesborðið, þá smellirðu á efst til vinstri á síðunni á Lesborð.

Hér má einnig sjá upplýsingar um lesborð út frá sviði og deild.

Did this answer your question?