Skip to main content
Samþykktarferli

Hægt er búa til og sækja mismunandi samþykktarferli með forskráða aðila í hlutverkum fyrir nýtt skjal

S
Written by SusieQ
Updated over 3 years ago

Áður en skjöl eru útgefin þurfa þau að fara í gegnum samþykktarferli. CCQ gerir þér kleift að skilgreina mismunandi samþykktarferli. Þú ákveður hversu mörg hlutverk þarf til og hversu marga aðila þarf til að yfirfara og samþykkja skjalið áður en til útgáfu kemur. Stjórnendur hafa aðgang til að búa til ný samþykktarferli undir Valmynd - Samþykktarferli. Þegar nýtt skjal er búið til er þá hægt að sækja viðeigandi samþykktarferli og fá þannig forskráð hlutverk í skjalið.

Hlutverk í samþykktarferli:
Athugið - nauðsynlegt er að hafa ábyrgðarmann að öllum skjölum en önnur hlutverk eru valkvæm fyrir samþykktarferli

  • Ritstjórn: Oftast verkefnastjóri sem hefur fengið hlutverk við rekstur á bókinni og ábyrgð fyrir gerð skjala. Getur fengið tilkynningu um endurskoðun skjals.

  • Samþykkjandi: Samþykkir að innihald skjals sé í samræmi og í takt við hlítingu krafna og lýsandi fyrir ákveðna starfsemi.

  • Ábyrgðarmaður: Er ábyrgur fyrir innihaldi skjals.

  • Útgefandi: Er ábyrgur fyrir rekstrinum, útliti gæðaskjals og að tilvísanir séu réttar. Getur fengið tilkynningu um endurskoðun skjals.

Í samþykktarferli er einnig hægt að skilgreina hvaða aðilar þurfa að staðfesta lestur við útgáfu skjals, skrá móttakendur á póstlista og takmarka aðgang í skjal.

Did this answer your question?